top of page

MEMA
NÝSKÖPUNARHRAÐALL

Fyrir framhaldskólanema

Markmið MEMA-hraðalsins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Einnig að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við t.d. Fab Lab Reykjavík, sérfræðinga og aðila úr atvinnulífinu.

Aðferðir hafa verið valdar sem skilað hafa árangri í upphafi hugmyndaþróunar til að koma hugmyndafluginu af stað og stuðla að þróun þeirra. Leiðir sem leggja áherslu á yfirskrift hvers spretts til þess að ná að vinna sig áfram. Kynna hvernig efla má leikni í þróun hugmynda, hæfni og grunnhugsun sköpunarferlis. Þessi uppröðun hefur verið gerð svo tími gefist til að byggja upp þekkingu, skilja áskorunina, leita lausna og vinna að hugmyndum til að búa til virka frumgerð.  







Á hverju ári er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna valið sem yfirmarkmið MEMA-hraðalsins sem unnið er út frá. Áhersla er lögð á að hver og einn kynni sér heimsmarkmiðið sem unnið er með hverju sinni, undir markmiðum þess og áskoranir sem hafa verið skilgreindar fyrir Ísland.














Enn er hægt að skrá þinn skóla í MEMA
Áfanginn gefur 5 einingar til stúdentsprófs.
Sjá námskrá.


 

MEMA tímalína-2.png
ollheimsmarkmid_edited_edited.jpg
Frugerð_edited_edited.jpg
2019_MR_Mosaflísar_1SÆTI_edited_edited.j
Gára1_edited.jpg
Softblock 2_edited.jpg
fjalla 34.png
fishflakes (1).png

MEMA samstarf

MEMA-hraðallinn hefur vaxið, frá fyrsta hraðlinum sem settur var í gang haustið 2018. Fab Lab Reykjavík leiðir MEMA-hraðalinn með stuðningi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, ráðgjöfum og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Leiðbeinendur, kennarar og ráðgjafar eru ómetanlegur hlekkur í leiðsögn nemenda í gengum allt ferlið.  Með þátttöku í MEMA gefst nemendum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga. Þessu ná skólarnir með því að bjóða upp á MEMA áfanga og styðja við nemendur til að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd í teymisvinnu. 

Skipuleggjendur MEMA

IMG_3920 1x1 gratt.JPG

Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

  • Grey LinkedIn Icon

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

Oddur.jpeg

Oddur Sturluson

  • Grey LinkedIn Icon

Verkefnastjóri nýsköpun og menntasamfélag hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FBlogo_edited_edited_edited.png
FLR LOGO (1).png
20160425111435!Merki-HÍ.png
reykjavik_logo_png.png
logo-MRN-fotur-vef.png
bottom of page