MEMA - 2019
Fimm teymi framhaldsskólanema náðu að ljúka MEMA - nýsköpunarhraðlinum nú árið 2019. Öll teymin bjuggu til frumgerð sem tekst á við eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Aðgerðir í loftslagsmálum. Menntaskólinn í Reykjavík vann hraðalinn að þessu sinni, með Mosa flísar - klæðning fyrir mannvirki. Í verðlaun hlaut teymið 1. milljón króna frá Veitur og niðurfellingu skráningargjalda hjá Háskóli Íslands. Hugmyndirnar voru allar frammúrskarandi, fá því öll teymin handleiðslu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við næstu skref.
MEMA teymi árið 2019 voru frá Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Tækniskólinn, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík. Að baki hraðlinum 2019 standa Fab Lab Reykjavik Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Veitur.
Hér má sjá myndir af hverju teymi og þeirra verkefnum frá Lokaspretti 2019