MEMA - 2021
MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem varð fyrir valinu var tengt markmiði 12, Ábyrg neysla og framleiðsla. Tuttugu lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2021 og við tók ströng yfirferð verkefna.
Fjölbreytt teymi frá sex framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2021 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Tækniskólanum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti, SOFTBLOCK
Til hamingju Elísa Marie Guðjónsdóttir, Erla Lind Guðmundsdóttir og Eydís Rut Ómarsdóttir!
Hér sást þær eftir að hafa fengið afhent verðlaun fyrir MEMA 2021. Sigurteymið fékk í verðlaun 250.000 króna verðlaunafé frá EFLU, Háskóli Íslands öllum í sigurteyminu styrk sem nemur upphæð skráningargjalda fyrsta árið við Háskóla Íslands. Þar að auki gefur Frumkvöðlar vefnámskeið í stofnun fyrirtækja og hágreiðslustofan ShaveCave bauð öllu liðinu í klippingu. Þá gaf rafhlaupahjólaleigan Hopp Reykjavík teymunum á bak við þær fimm hugmyndir sem dómnefnd mat bestar 10 fríar ferðir.
Frumgerð af SOFTBLOCK sófaeiningu sem nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hönnuðu. Einingarnar eru samsettar úr gömlum dýnum. Innsta lagið eru pokagormar og bómullarfilt, næsta lag er svampur og ysta lagið er pólýester. Áklæðið er gert úr endurnýttum gardínum og munstrið er úr afgöngum af textíl-vínyl klippt niður í búta og pressað á. Mynstrið er innblásið af Terrazzo flísum. Rennilás er á áklæðinu til þess að auðvelda þrif. Hún gengur út á að lengja líftíma rúmdýna sem eru nú urðaðar heilar í gríðarlegu magni. SOFTBLOCK snýst um taka dýnurnar í sundur og nýta þær í sófaeiningar sem hægt er að raða saman eftir þörfum og aðstæðum notenda. Slíkar sessur henta afar vel í leikskólum, skólum og frístundastarfi.
Sjáið SOFTBLOCK myndbandið og allra tuttugu teymanna sem sendu sýna hugmynd inn til dómnefndar MEMA 2021 undir fyrri hraðlar/2021.