top of page

MEMA - 2021

MEMA hraðallinn ákveður á hverri önn þema út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem varð fyrir valinu var tengt markmiði 12, Ábyrg neysla og framleiðsla. Tuttugu lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2021 og við tók ströng yfirferð verkefna.

Fjölbreytt teymi frá sex framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2021 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Tækniskólanum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

 

12.png
FBlogo_edited_edited.png
download_edited_edited.jpg
MH_edited.jpg
Logo-3,5x5,0cm-an-texta.jpg
tsk.jpg
fa.png

Til hamingju með sigurinn, teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti, SOFTBLOCK

IMG_0679.HEIC

Til hamingju Elísa Marie Guðjónsdóttir, Erla Lind Guðmundsdóttir og Eydís Rut Ómarsdóttir!

Hér sást þær eftir að hafa fengið afhent verðlaun fyrir MEMA 2021. Sigurteymið fékk í verðlaun 250.000 króna verðlaunafé frá EFLUHáskóli Íslands öllum í sigurteyminu styrk sem nemur upphæð skráningargjalda fyrsta árið við Háskóla Íslands. Þar að auki gefur Frumkvöðlar vefnámskeið í stofnun fyrirtækja og hágreiðslustofan ShaveCave bauð öllu liðinu í klippingu. Þá gaf rafhlaupahjólaleigan Hopp Reykjavík teymunum á bak við þær fimm hugmyndir sem dómnefnd mat bestar 10 fríar ferðir.

Softblock 2.jpg

Frumgerð af SOFTBLOCK sófaeiningu sem nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hönnuðu. Einingarnar eru samsettar úr gömlum dýnum. Innsta lagið eru pokagormar og bómullarfilt, næsta lag er svampur og ysta lagið er pólýester. Áklæðið er gert úr endurnýttum gardínum og munstrið er úr afgöngum af textíl-vínyl klippt niður í búta og pressað á. Mynstrið er innblásið af Terrazzo flísum. Rennilás er á áklæðinu til þess að auðvelda þrif. Hún gengur út á að lengja líftíma rúmdýna sem eru nú urðaðar heilar í gríðarlegu magni. SOFTBLOCK snýst um taka dýnurnar í sundur og nýta þær í sófaeiningar sem hægt er að raða saman eftir þörfum og aðstæðum notenda. Slíkar sessur henta afar vel í leikskólum, skólum og frístundastarfi.

Softblock.gif

Sjáið SOFTBLOCK myndbandið og allra tuttugu teymanna sem sendu sýna hugmynd inn til dómnefndar MEMA 2021 undir fyrri hraðlar/2021.

Kynningamyndband

SAMSTARFSAÐILAR

MEMA - Menntamaskína 2021 er komin í gang

Uppskeruhátíð MEMA 2021

Uppskeruhátíð MEMA 2021 fór fram þriðjudaginn 14. desember
Streymi hófst kl. 16:45 en dagskrá byrjar kl. 17:00, í upptökunni þarf því að spóla áfram 15 min. til þess að byrja dagskránna.

Kynningamyndbönd frá hverju teymi má finna hér fyrir neðan.

Kynningarmyndbönd
MEMA 2021

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

SOFTBLOCK

fb

Garmennt

Konkrít

SkrautRúður

Tækniskólinn

MAT APP

tskoli

ÞHAK³

TEXMA

Six pack

Flokkum rétt

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Eggert og co

fs

Kvennaskólinn í Reykjavík

Skyr-Garðar

kvenno

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Bílavinir

fa

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Græn leit

mh

H-Viður

R&E

Fataflipp

Sporið

Entrepreneur Brothers

Múrplast

Verðlaun MEMA 2021

HÍ Logo 2021.png

Háskóli Íslands veitir sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

eflaLogo.png

EFLA veitir sigur teyminu 250.000 krónur í verðlaunafé. 

Frumkvodlar_Full_Black.png

Frumkvöðlar.is gefur sigur teyminu vefnámskeið í stofnun fyrirtækja, námskeið sem fer yfir alla þá hluti sem þarft að vita til að geta stofnað sitt eigið fyrirtæki.

shavecave.PNG

Shave Cave veitur sigur teyminu fría klippingu.

Hopp_logo_green.png

Hopp Reykjavík veitir topp fimm sætunum 10, 15 mínútna fríferðir sem nota má hvenær sem er.

Dómnefnd MEMA 2021

Kristinn Jón.jpg

Kristinn Jón Ólafsson

Sérfræðingur í nýsköpunarmálum

Jóhannes.jpg

Jóhannes Bjarki Tómasson

Líffræðingur

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

Rosa_ny_mnd.JPG

Rósa Dögg Ægisdóttir

Framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarhúsinu Reon

Ragnheiður+Hrefna+Magnúsdóttir_2020_1x1 (1).jpg

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Deildarstjóri Tækniþjónustu hjá Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar

Skipuleggjendur MEMA 2021

75439298_10162676656745061_5208857974910

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

Verkefnisstjóri MEMA

img_2933-3.jpg

Þóra Óskarsdóttir

Forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

haflidi_edited.jpg

Hafliði Ásgeirsson

Sprettstjóri 
Tæknispretta

asdf.PNG

Andri Sæmundsson

Tæknisérfræðingur
hjá Fab Lab Reykjavík

kri_visindasmidjan_gudrun_1200x800_edite

Guðrún Jónsdóttir Bachman

Kynningarstjóri vísindamiðlunar við markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands

%C3%93l%C3%B6f_Vigd%C3%ADs_Ragnarsd%C3%B

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir

Verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands

SAMSTARFSAÐILAR

FB.png
FLR LOGO (1).png
HÍ Logo 2021.png
reykjavik_logo_png.png
MRN merki - Copy (1).jpg
bottom of page