top of page

Á þekkingarspretti er sótt eftir því að opna fyrir hugmyndaflugið og fá innblástur með því að tala við sérfræðinga og með því að kynna t.d fyrir ykkur áskorun og 
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Viðburður í tengslum við Þekkingasprett haldinn
28. ágúst 2024 á teems. 

 Mælendur voru:

Hafdís Hanna Ægisdóttir er plöntuvistfræðingur að mennt og hefur lengi starfað að umhverfismálum og þróunarsamvinnu, auk þess að koma kennslu og ráðgjöf hér heima og erlendis. Hún starfar nú sem forstöðukona Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson er líffræðingur og hvati hans er að efla líffræðilegan fjölbreytileika og bætta nýtingu auðlinda. Hann hefur starfað við vísindarannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika, áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki, kennslu í háskóla Íslands og ýmis fræðsluverkefni. Nú starfar hann hjá Umhverfisstofnun í teymi hringrásarhagkerfis.

Guðrún Gyða Franklin er arkitekt og kennari að mennt og brennur fyrir því að efla og þjálfa skapandi hugsun.

Fab Lab Reykjavík
MEMA Kynning

Að Þekkingarspretti loknum

Eftir Þekkingarsprett hafa teymin aflað sér þekkingu varðandi vandamálið. Það ætti að vera komin góð mynd á hvert vandamálið er og möguleg lausn við vandamálinu.

Öll teymi útbúa skjal þar sem kemur fram heiti skóla, nöfn allra teymismeðlima og heiti lausnar. Í skjalinu ætti að koma fram allar þær helstu upplýsingar varðandi vandamálið og lausnina. Þetta skjal er upphafspunktur í frumgerðarþróuninni og verður notað í komandi sprettum. Hægt er að senda inn skjöl á netfangið mema@flr.is til þess að fá frekari aðstoð.

bottom of page