top of page

MEMA - NÝSKÖPUNARHRAÐLLINN

Markmið MEMA-hraðalsins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Einnig að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við t.d. Fab Lab Reykjavík, sérfræðinga og aðila úr atvinnulífinu. 

Aðferðir hafa verið valdar sem skilað hafa árangri í upphafi hugmyndaþróunar til að koma hugmyndafluginu af stað og stuðla að þróun þeirra. Leiðir sem leggja áherslu á yfirskrift hvers spretts til þess að ná að vinna sig áfram. Kynna hvernig efla má leikni í þróun hugmynda, hæfni og grunnhugsun sköpunarferlis. Þessi uppröðun hefur verið gerð svo tími gefist til að byggja upp þekkingu, skilja áskorunina, leita lausna og vinna að hugmyndum til að búa til virka frumgerð.  

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐUÞJÓÐANNA

Á hverju ári er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna valið sem yfirmarkmið MEMA-hraðalsins sem unnið er út frá. Áhersla er lögð á að hver og einn kynni sér heimsmarkmiðið sem unnið er með hverju sinni, undir markmiðum þess og áskoranir sem hafa verið skilgreindar fyrir Ísland.

Getan til að greina möguleika nýsköpunar í samfélaginu og atvinnulífinu er verðmæt í okkar síbreytilega umhverfi. Upphaf ferðalagsins hefst í upphaf annar með því að skoða nærumhverfi okkar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að beina augum okkar að sameiginlegu viðfangsefni sem unnið verður út frá. Á hverju ári er markvisst unnið með ákveðið heimsmarkmið og helstu áherslur innan málaflokksins kynntar af sérfræðingum. Hugmyndir vaxa út af því að við spyrjum spurningar. Rík áhersla er því lögð á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir gegnum hópavinnu samhliða sjálfstæðri rannsóknarvinnu gegnum allt ferlið.  Upplýsingum er safnað frá eigin rannsóknum og sérfræðingum til þess að dýpka þekkingu á markmiðinu og aðstoða við að vinna úr hugmyndum til að skilgreina áskorun sem hvert teymi vill einblína á.  

Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. 

Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því er mikilvægt að ríki horfi ekki eingöngu til meðaltala við mælingar á árangri sínum heldur nálgist innleiðingu markmiðanna á heildstæðan hátt. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Þá eru innri tengsl og samþætt eðli markmiðanna afar þýðingarmikil fyrir framkvæmd þeirra. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030.

Hér að neðan má sjá tengiliði á síður með nánari upplýsingar um hvert markmið og í röð þau hafa verið fyrir.

Heimsmarkmið

2-1.png

02 EKKERT HUNGUR

Áskorun MEMA-hraðalsins árið 2022 er Markmið - 02 - Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 

 

HELSTU ÁSKORANIR Á ÍSLANDI:

• Sjálfbær þróun í fiskveiðum og landbúnaði
• Lífræn og heilnæm framleiðsla
• Tryggja framfærslu allra landsmanna

 

Upplýsingar tengt markmiðinu má t.d. finna hér:

HEIMSMARKMIÐIN.IS

HEIMSMARKMIÐIN, FACEBOOK SÍÐA

UN.IS

Myndbönd: 

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

HEIMSMARKMIÐ

12 Ábyrg neysla og framleiðsla

12. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur.

Í MEMA 2021 tóku sex framhaldsskólar þátt. Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti sigraði með hugmynd sína BOFTBLOCK.

Í verðlaun veitti EFLA þeim 250.000 krónur í verðlaunafé. Háskóli Íslands veitti sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

Frumkvöðlar.is gaf vefnámskeið í stofnun fyrirtækja, Shave Cave veitur sigur teyminu fría klippingu.

Hopp Reykjavík veitir topp fimm sætunum 10, 15 mínútna fríferðir sem nota má hvenær sem er. 

Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá

Lokahófi MEMA 2021.

eflaLogo.png
HÍ Logo 2021.png
Hopp_logo_green.png
Frumkvodlar_Full_Black.png
shavecave.PNG
12.png
11-1.png

11 Sjálfbærar borgir og samfélög

11. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg.

Í MEMA 2020 tóku sjö framhaldsskólar þátt. Teymi Fjölbrautaskólans í Breiðholti sigraði MEMA nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna 2020 með verkefnið Gára. Tæknivörur gaf öllum í sigurteyminu SAMSUNG S20 FE síma. Háskóli Íslands gaf öllum í sigurteyminu niðurfellingu á innritunargjaldi til náms í Háskóla Íslands.

 

Hér má sjá verkefnin þeirra og upptöku frá

Lokahófi MEMA 2020.

Samsung_Lettermark_BLUE_CMYK.jpg
HÍ Logo 2021.png
13.png

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

13. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

 

Í MEMA 2019 luku fimm teymi MEMA-hraðlinum.

 

Sigurteymið árið 2019, með verkefnið sitt Mosaflísar, var teymi Menntaskólans í Reykjavík. Í verðlaun hlaut teymið 1. milljón króna frá Veitur og niðurfellingu skráningargjalda hjá Háskóli Íslands

Hér má sjá mynd af öllum teymunum og verkefnin þeirra og frá Lokahófi MEMA 2019.

Veitur.png
HÍ Logo 2021.png
13.png
3-1.png

03 Heilsa og vellíðan

3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

Í MEMA 2018 luku fjögur teymi MEMA-hraðlinum. MND félagið á Íslandi gaf sigurteyminu þróunarfé upp á eina milljón krónur.

Teymi Tækniskólans bar sigur úr býtum með Zetuna, forritaða sessu getur breytt lögun sinni. Þannig getur sessan aukið blóðflæði til líkamans hjá þeim sem að sitja lengi og minnkar þannig hættu á legusárum. 

Hér má sjá verkefnin þeirra og Lokahófi MEMA 2018.

mnd.png

NÁNAR UM MEMA SPRETTINA

Nánar um spretti

Allir nemendur í MEMA fá kennslubók sem inniheldur allar nauðsynlegustu upplýsingar varðandi nýsköpunar- og þróunarferlið. Kennarar, fyrirlesarar og sérfræðingar koma einnig með auka kennsluefni sem gæti verið mismunandi eftir teymum, hugmyndum og/eða skólum. Allir nemendur þurfa að stofna aðgang að síðunni og skila inn gögnum í lok hvers spretts.

1. ÞEKKINGARSPRETTUR

Þekkingarsprettur er fyrsta skrefið í því að útfæra góða hugmynd. Á Þekkingarsprettinum fer fram viðburður í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem nemendur sá upplýsingar frá sérfræðingum Háskóla Íslands sem og frá atvinnulífinu á því sviði sem tekið er fyrir hverju sinni. Áskorun er alltaf valin út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og er útgangspunktur teymanna til að hefja rannsóknaferlið sitt.

Þekkingarspretturinn er tvær vikur, að honum loknum eiga teymi að vera fullmótuð og komin gróf stefna um hvað teymið vill þróa áfram. Í lok þekkingarspretts skila teymin inn nöfnum allra í teyminu og upplýsingum sem beðið er um í MEMA bókinni inn á innra svæði MEMA.

2. HÖNNUNARSPRETTUR

Hönnunarspretturinn er byggir á aðferðafræði Design Sprint, hugmyndafræði sem hefur notið mikilla vinsælda hjá tæknifyrirtækjum víða um heim. 

Á Hönnunarspretti kanna teymin ólíka þætti tengda áskorunni til þess að skilja vandamálið betur og uppgötva væntanleg tækifæri. Nemendur fá hér verkfæri og handleiðslu í að útfæra ólíkar hugmyndir sínar eftir nýsköpunaraðferðum stórfyrirtækja, ákveðið hvaða útgáfu/r þau vilja taka áfram í næsta sprett til að útbúa frumgerðir.

Í lok hönnunarspretts skila teymin inn myndum af lausnarteikningum ásamt hönnunarsamantekt.  

3. TÆKNISPRETTUR

Tæknisprettur er því næst, en á Tæknispretti þróa nemendur frumgerðir af hugmyndinni sinni og útfæra í raunverulega lausn. Teymin byrja á einfaldri frummynd sem síðar er útfærð í nokkrum skrefum í prófanlega frumgerð. Frumgerðinni er ætlað að vera prófanleg með hagsmuna aðilum. Í lok Tæknispretts skila teymi inn mynd af frumgerð. Fab Lab Reykjavík er stór stuðningsaðili í frumgreðasmíði á Tæknisprettinum. 

 

27505851221_8a26a57845_o.jpg

4. Þróunarsprettur

Á Þróunarspretti er frumgerðin þróuð áfram í raunhæfa frumgerð sem hægt er að prófa. Tíminn er nýttur til að prófa raunhæfu frumgerðina sem teymin hafa búið til með notendum. Endurgjöf notenda er nýtt til þess að betrumbæta hugmyndina og frumgerðina. Þar fá þátttakendur dýrmæta innsýn inn í huga notenda/hagsmuna aðila að lausninni. Frumgerðin er prófuð með notendum til þess að fá endurgjöf með það markmið að varpa ljósi á galla eða viðbætur sem teymin vilja breyta. Enn er hér tími til þess að vinna í endurbótum á frumgerðinni. Frumgerðin er þróuð áfram og endurbætt eftir þörfum. Í lok þróunarspretts skila teymin inn mynd af uppfærðri frumgerð ásamt niðurstöðum úr notendaprófunum.

5. LOKASPRETTUR

Á Lokaspretti fínpússa teymin hugmyndir og frumgerðir og undirbúa kynningu verkefna sinna sem skilað er til dómnefndar. Öll teymin kynna sínar frumgerðir og ein hugmynd vinnur til verðlauna. Prófanir og lokasprettur rekur lestina, teymin leggja hér loka hönd á frumgreðina sína og skila inn kynningamyndbandi og veggpspjaldi til dómnefndar í lok nóvember. Dómnefnd fær þá tíma til þess að fara yfir því efni sem hefur verið skilað inn og velur sigurlausnina sem tilkynnt er á Lokaviðburði um miðjan desember.

MEMA LOKAVIÐBURÐUR OG UPPSKERUHÁTÍÐ

Lokaviðburður MEMA er uppskeruhátíð hraðalsins þar sem fagnað er þeim flotta áfanga sem teymin hafa náð. Viðburðurinn hefur þróast í gegnum árin og hefur síðastliðin tvö ár verið haldin alfarið á netinu. 

Verðlaun MEMA 2022

HÍ Logo 2021.png
Hopp_logo_green.png

Samkaup gefa sigurteyminu inneign í Samkaupaapp þeirra sem er tengt öllum verslunum þeirra. 

Háskóli Íslands veitti sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

Hopp Reykjavík er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisvænum samgöngulausnum. Hopp Reykjavík veitir sigurteyminu gjafabréf.

Verðlaun MEMA 2021

eflaLogo.png
Hopp_logo_green.png
HÍ Logo 2021.png
Frumkvodlar_Full_Black.png
shavecave.PNG

EFLA veitir sigur teyminu 250.000 krónur í verðlaunafé.

EFLA er þekkingarfyrirtæki, með hátt í 50 ára sögu, og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.  

Hopp Reykjavík veitir topp fimm sætunum 10, 15 mínútna fríferðir sem nota má hvenær sem er.
 

Hopp Reykjavík er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisvænum samgöngulausnum í svokölluðu deilihagkerfi. Með því að hoppa í staðinn fyrir að taka bílinn er því ekki bara fjárhagslega hagkvæmt og skemmtilegt heldur einnig umhverfisvænt og skilar þér oftar fyrr á áfangastaðinn.

Háskóli Íslands veitti sigur teyminu styrk sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið.

Frumkvöðlar.is gefur sigur teyminu vefnámskeið í stofnun fyrirtækja, námskeið sem fer yfir alla þá hluti sem þarft að vita til að geta stofnað sitt eigið fyrirtæki.

Shave Cave veitur sigur teyminu fría klippingu.

Verðlaun MEMA 2020

20160425111435!Merki-HÍ.png
Samsung_Lettermark_BLUE_CMYK.jpg
logo2.png

Háskóli Íslands gaf öllum í sigurteyminu niðurfellingu á innritunargjaldi til náms í Háskóla Íslands

Tæknivörur gaf öllum í sigurteyminu SAMSUNG S20 FE síma ásamt því að gefa öllum í öðru sæti SAMSUNG BUDS+ heyrnatól

Reykjavík Escape gaf öllum í þriðja sæti gjafabréf í Reykjavík Escape.

Vistvera-logo-e1525997729403.png
toppstodin.jpg

Vistvera gaf öllum í þriðja sæti vistvænar nytjavörur frá Vistveru.

Allir þátttakendur fengu bókina Toppstöðin í verðlaun.

Verðlaun MEMA 2019

20160425111435!Merki-HÍ.png
Veitur.png

Háskóli Íslands gaf öllum í sigurteyminu niðurfellingu á innritunargjaldi til náms í Háskóla Íslands

Veitur gaf sigurteyminu eina milljón krónur í verðlaun.

nmi1.jpg

Öll teymin fengu handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við útfærslu á viðskiptahugmynd. 

Verðlaun 2018

mnd.png

MND félagið á Íslandi gaf sigurteyminu þróunarfé upp á eina milljón krónur.


Öll teymin fengu handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við útfærslu á viðskiptahugmynd. 

nmi1.jpg
bottom of page